Hamrar í Hofi
19.júní kl 14:00
Aðgangur ókeypis
| Um viðburðinn
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Íslenska óperan heldur Kúnstpásu í Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar en á Kúnstpásum koma fram vel þekktir söngvarar í bland við þá sem eru að kynna sig til leiks á óperusviðinu. Á þessum tónleikum sem bera yfirskriftina "Mín fagra sól" koma fram Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo sópran
Lára Bryndís Eggertsdóttir sembal, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla og Steinunn A. Stefánsdóttir selló.
Þær flytja þekktar barrokk aríur m.a. eftir Purcell, Corelli og Handel.
Sigríður Ósk kemur reglulega fram í óperuuppfærslum, óratóríum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur sungið óperuhlutverk hjá Íslensku Óperunni m.a. hlutverk Rosinu í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini og Floru Bervoix í La Traviata eftir Verdi sem sýnd var 2019 og aftur í Hörpu og í Hofi á Akureyri í nóvember 2021. Sigríður hefur einnig komið fram með Glyndebourne Óperunni, English National Opera, English Touring Opera, Iford Opera og Classical Opera.
| Aðrir viðburðir
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin