Tónskáld
Pjotr Tchaikovsky
Líbrettó
Konstantin Shilovsky
Tungumál
Rússneska
Frumsýning
22. október 2016
| Um sýninguna
Óperan Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky er byggð á samnefndri skáldsögu í ljóðum eftir þjóðskáld Rússlands, Alexander Púshkin. Óperan hefur notið gríðarlegrar vinsælda í heimalandi sínu, þar sem hún hefur verið sýnd samfellt frá því að hún var frumflutt árið 1879 í Moskvu. Évgení Onegin er sú rússneska ópera sem nýtur mestrar hylli utan Rússlands og er reglulega sett upp í óperuhúsum um heim allan enda rómantísk saga og tónlist eins og best verður á kosið.
Hinn glæsilegi en lífsleiði aðalsmaður Évgení Onegin kemur í heimsókn á óðalssetur frú Larinu og dætra hennar, Tatjönu og Olgu. Hjá Tatjönu verður það ást við fyrstu sýn, þarna er kominn hin sanna hetja sem hún elskar og les um í skáldsögum. Onegin hafnar henni með afar kuldalegum hætti. Honum leiðist í sveitinni og fer að daðra við systur Tatjönu, en hún er trúlofuð Lenskí – sem er vinur Onegins. Lenskí er mjög misboðið og skorar Onegin á hólm þar sem hinn síðarnefndi drepur eina vin sinn. Onegin leggst í ferðalög til þess að reyna að flýja sekt sína, en snýr aftur til Rússlands bugaður maður. Hann kemst að því að Tatjana er þá gift Gremin prins og er hátt metin hjá aðlinum í Pétursborg. Onegin sér að sér og grátbiður Tatjönu um ást sína. Þrátt fyrir að ást hennar til Onegins sé enn eldheit, þá er Tatjana trú eiginmanni sínum.
„Hamingjan var einu sinni svo nærri, svo nærri“ – Évgení Onegin og Tatjana í 3. þætti
Óperan er flutt á rússnesku með íslenskum og enskum þýðingum varpað á skjá og mun þetta vera í fyrsta sinn sem ópera er flutt á rússnesku á Íslandi.
| Myndir
| Listrænt teymi
Hljómsveitarstjóri
Benjamin Levy
Leikstjóri
Anthony Pilavachi
Leikmyndahönnuður
Eva Signý Berger
Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir
Ljósahönnuður
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tungumála- og raddþjálfari
Irene Kudela
| Hlutverk
Évgení Onegin
Andrey Zhilikhovsky
Tatjana
Þóra Einarsdóttir
Lenskí
Elmar Gilbertsson
Gremín fursti
Rúni Brattaberg
Olga
Nathalía Druzin Halldórsdóttir
Filippíevna
Alina Dubik
Larína
Hanna Dóra Sturludóttir
Monsieur Triquet
Hlöðver Sigurðsson
| Kór
Sópran
Björg Jóhannesdóttir
Fjóla Kristín Nikulásdóttir
Guðrún Helga Stefánsdóttir
Hanna Björk Guðjónsdóttir
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir
Hulda Dögg Proppé
Lilja Margrét Riedel
Þóra Björnsdóttir
Alt
Elfa Dröfn Stefánsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Rósalind Gísladóttir
Sibylle Köll
Sigurlaug Knudsen
Tenór
Níels Bjarnason
Ólafur Rúnarsson
Örvar Már Kristinsson
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Sveinn Enok Jóhannsson
Þorbjörn Rúnarsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Bassi
Aðalsteinn Már Ólafsson
Ásgeir Eiríksson
Gunnar Kristmannsson
Hjálmar P. Pétursson
Jón Leifsson
Magnús Guðmundsson
Sæberg Sigurðsson
Sigurður Haukur Gíslason
Tómas Haarde
| Aðrar sýningar
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin