Flytjandi
Kristján Jóhannsson
Dagsetning
11. nóvember 2022
Lengd
90 mín. með hléi
Hljómsveitarstjóri
Kornilios Michailidis
Gestasöngvarar
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Herdís Anna Jónasdóttir
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
| Um viðburðinn
Gala tónleikar
Staðsetning: Norðurljós
Dagsetning: 11. nóvember 2022
Tími: 20.00
Lengd tónleika: ca 1 klst 30 mínútur með hléi
Lengd hlés: 20 mínútur
Þann 11. nóvember kl.20.00 verða Gala tónleikar hjá Íslensku óperunni til að fagna nýju starfsári án takmarkanna. Til stóð að halda tónleikana á afmælisstarfsárinu 2019 vegna 40 ára afmælis ÍÓ, en þeim var frestað vegna heimsfaraldursins.
Á tónleikunum mun Kristján Jóhannsson taka á móti góðum gestum sem syngja bæði einsöngs- og samsöngsatriði. Hljómsveit Íslensku óperunnar leikur undir stjórn Kornilios Michailidis.
Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og sett saman af vel þekktum verkum m.a. eftir Mozart, Verdi og Puccini.
Meðal þeirra sem koma fram eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Már Ólafsson, Gunnar Björn Jónsson og Oddur A. Jónsson.
Kristján á að baki glæstan alþjóðlegan feril sem óperusöngvari og hefur komið fram í flestum virtustu óperuhúsum heims. Hann söng hlutverk Cavaradossi í uppfærslu Íslensku óperunnar á TOSCA árið 2017 og hafði þá sungið hlutverkið 400 sinnum í ólíkum uppfærslum á farsælum söngferli sínum.
| Aðrir viðburðir
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin