Tónskáld
Giuseppe Verdi
Tungumál
Ítalska
Lengd
205 mín. / 4 þættir / 1 hlé
Frumsýning
18. október 2014
| Um sýninguna
Ein af umfangsmestu óperum Verdis, Don Carlo, verður frumsýnd hjá Íslensku óperunni þann 18. október, en óperan hefur aldrei verið sviðssett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni og ber þar fyrstan að nefna þekktasta óperulistamann Íslands um þessar mundir, bassasöngvarann Kristinn Sigmundsson, sem tekur þátt í óperuuppfærslu hjá Íslensku óperunni í fyrsta sinn í 12 ár og fer hér með eitt voldugasta bassahlutverk tónbókmenntanna, Filippus konung og föður Don Carlo.
Af öðrum söngvurum í sýningunni má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu Don Carlo, Helgu Rós Indriðadóttur í hlutverki Elísabetar drottningar og hinn unga og upprennandi baritónsöngvara Odd Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, en hann verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, sem sló í gegn sem Carmen síðastliðið haust, hlutverk Eboli, Guðjón Óskarsson hlutverk Grand Inquisitor, en hefur aðallega sungið við erlend óperuhús á liðnum árum og söng m.a. í Arenunni í Verona á síðastliðnu ári og Viðar Gunnarsson, sem er íslenskum óperugestum að góðu kunnur í fjöldamörgum hlutverkum síðastliðin ár, syngur hlutverk Munksins. Þá verða Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í minni hlutverkum.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir sýningunni og er Páll Ragnarsson ljósahönnuður og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir búninga- og leikmyndahöfundur. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri. Flutt verður fjögurra þátta útgáfan af þessu mikla verki Verdi, og verður hún sungin á ítölsku með íslenskum skjátexta.
Frumsýning verður í Eldborg í Hörpu 18. október og eru þrjár aðrar sýningar ráðgerðar, í október og nóvember.
Sýningin er um þrjár klukkustundir og fimmtán mínútur að lengd með hléi.
| Myndir
| Listrænt teymi
Hljómsveitarstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson
Leikstjóri
Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmyndahönnuður
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Búningahönnuður
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Ljósahönnuður
Páll Ragnarsson
| Hlutverk
Don Carlo
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Filippus II
Kristinn Sigmundssson
Rodrigo
Oddur Arnþór Jónsson
Elisabetta
Helga Rós Indriðadóttir
Eboli
Hanna Dóra Sturludóttir
Yfirdómari rannsóknarréttarins
Guðjón Óskarsson
Munkur
Viðar Gunnarsson
Tebaldo
Erla Björg Káradóttir
Rödd af himnum
Hallveig Rúnarsdóttir
Greifinn af Lerma / Sendiboði
Örvar Már Kristinsson
| Kór
Sópran
Edda Austmann
Elma Atladóttir
Guðrún Helga Stefánsdóttir
Hanna Björk Guðjónsdóttir
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Dögg Proppé
Ingibjörg Ólafsdóttir
Rósalind Gísladóttir
Þóra Björnsdóttir
Alt
Auður Guðjohnsen
Erla Dóra Vogler
Eyrún Unnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Sibylle Köll
Sigurlaug Knudsen
Soffía Stefánsdóttir
Svava Kristín Ingólfsdóttir
Tenór
Jón Ingi Stefánsson
Kristinn Kristinsson
Níels Bjarnason
Ólafur Rúnarsson
Örvar Már Kristinsson
Pétur Húni Björnsson
Sigurjón Jóhannesson
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Sveinn Enok Jóhannsson
Bassi
Alessandro Cernuzzi
Ásgeir Eiríksson
Bragi Jónsson
Davíð Ólafsson
Hjálmar P. Pétursson
Jón Leifsson
Karl Már Lárusson
Magnús Guðmundsson
Pétur Pétursson
Sæberg Sigurðsson
Sigurður Haukur Gíslason
Steinþór Jasonarson
| Aðrar sýningar
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin