Tónskáld
Benjamin Britten
Líbrettó
Montagu Slater
Tungumál
Enska
Frumsýning
22. maí 2015
| Um sýninguna
Benjamin Britten var eitt mesta óperutónskáld 20. aldar. Á Listahátíð hljómar Peter Grimes í fyrsta sinn á Íslandi. Þetta var fyrsta stóra ópera höfundarins, samin 1945, og strax þótti ljóst að hér væri komin ein af merkustu óperum 20. aldar. Í verkinu kannar Britten hin óljósu mörk milli sakleysis og sektar, og stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu. Peter Grimes er ógæfusamur skipstjóri í smábæ. Þegar ungir piltar sem hann ræður sér til aðstoðar taka að týna lífinu hver á eftir öðrum taka bæjarbúar að ofsækja hann, með átakanlegum afleiðingum. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, ýmist gamansöm eða hádramatísk eins og efnið býður upp á. Hér er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi.
Ástralski „hetjutenórinn“ Stuart Skelton er á hátindi ferils síns um þessar mundir. Hann var kosinn karlsöngvari ársins á International Opera Awards 2014 og tilnefndur til hinna hinna virtu Olivier-verðlauna fyrir túlkun sína á Peter Grimes við Bresku þjóðaróperuna. Hann hefur einnig sungið verkið með Lundúnafílharmóníunni og á Proms-tónlistarhátíðinni og er það mat gagnrýnenda að sjaldan hafi nokkur farið með hlutverk sjóarans ólánssama af sömu snilld.
Daníel Bjarnason hefur unnið stóra sigra á undanförnum árum, bæði sem tónskáld og hljómsveitarstjóri. Síðast stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum 2014 við frábærar undirtektir og nú tekst hann á við eina dáðustu óperu 20. aldar í tónleikauppfærslu.
Uppfærslan er samstarf Íslensku óperunnar, Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík.
| Myndir
| Listrænt teymi
Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason
Kórstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson
Leikstjóri
Kolbrún Halldórsdóttir
Ljósahönnuður
Páll Ragnarsson
Útlit
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
| Hlutverk
Peter Grimes
Stuart Skelton
Ellen Orford
Judith Howarth
Balstrode
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Frænka
Hanna Dóra Sturludóttir
Smáfrænka 1
Hallveig Rúnarsdóttir
Smáfrænka 2
Lilja Guðmundsdóttir
Frú Sedley
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Swallow
Viðar Gunnarsson
Ned Keene
Oddur Arnþór Jónsson
Robert Boles
Snorri Wium
Sr. Horace Adams
Garðar Thór Cortes
Hobson
Jóhann Smári Sævarsson
| Kór
Sópran
Elma Atladóttir
Fjóla Kristín Nikulásdóttir
Guðrún Helga Stefánsdóttir
Hanna Björk Guðjónsdóttir
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Ingibjörg Ólafsdóttir
Þóra Björnsdóttir
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Alt
Eyrún Unnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Rósalind Gísladóttir
Sigurlaug Knudsen
Soffía Stefánsdóttir
Svava Kristín Ingólfsdóttir
Tenór
Jón Ingi Stefánsson
Kristinn Kristinsson
Níels Bjarnason
Ólafur Rúnarsson
Pétur Húni Björnsson
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Sveinn Enok Jóhannsson
Þorbjörn Rúnarsson
Bassi
Alessandro Cernuzzi
Ásgeir Eiríksson
Hjálmar P. Pétursson
Jón Leifsson
Júlíus Karl Einarsson
Sæberg Sigurðsson
Sigurður Haukur Gíslason
Steinþór Jasonarson
| Aðrar sýningar
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin