Tónskáld
Gioachino Rossini
Líbrettó
Cesare Sterbini
Tungumál
Ítalska
Frumsýning
17. október 2015
| Um sýninguna
Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn frá Sevilla, er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor og var ennfremur á dögunum tilnefndur til Grímunnar sem Söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu.
Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, búninga hannar María Ólafsdóttir, leikmyndahöfundur er Steffen Aarfing og ljósahönnuður Jóhann Pálmi Bjarnason. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Sungið er á ítölsku og íslenskri þýðingu varpað á skjái.
Frumsýning verður 17. október og eru fimm sýningar ráðgerðar á verkinu í október og nóvember.
| Listrænt teymi
Hljómsveitarstjóri
Guðmundur Óli Gunnarsson
Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir
Leikmyndahönnuður
Steffen Aarfing
Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir
Ljósahönnuður
Jóhann Bjarni Pálmason
| Hlutverk
Figaro
Oddur Arnþór Jónsson
Almaviva
Gissur Páll Gissurarson
Dr. Bartolo
Bjarni Thor Kristinsson
Dr. Bartolo
Jóhann Smári Sævarsson
Rosina
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Rosina
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Don Basilio
Kristinn Sigmundssson
Don Basilio
Viðar Gunnarsson
Berta
Valgerður Guðnadóttir
Fiorello
Ágúst Ólafsson
| Kór
Tenór
Alexander Jarl Þorsteinsson
Guðmundur Arnlaugsson
Gunnar Kristmannsson
Kristinn Kristinsson
Magnús Guðmundsson
Níels Bjarnason
Ólafur Rúnarsson
Pétur Húni Björnsson
Rúnar Geirmundsson
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Sveinn Enok Jóhannsson
Þorbjörn Rúnarsson
Bassi
Aðalsteinn Már Ólafsson
Ásgeir Eiríksson
Hjálmar P. Pétursson
Jón Leifsson
Sæberg Sigurðsson
Sigurður Haukur Gíslason
Steinþór Jasonarson
Tómas Haarde
| Aðrar sýningar
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin