Vegna yfirlýsinga Klassís

18. janúar 2021

Vegna yfirlýsinga fagfélagsins Klassís vill stjórn Íslensku óperunnar koma eftirfarandi á framfæri:

Stjórn ÍÓ ber fullt traust til starfandi óperustjóra, Steinunni Birnu. Þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur henni og stjórninni eiga ekki við rök að styðjast. Enginn listamaður er útilokaður frá því að taka þátt í sýningum Óperunnar vegna þátttöku í umræðu um hana. Þróttmikil og opinská umræða er öllum menningarstofnunum mikilvæg og eðlilegt að skiptar skoðanir séu um áherslur hverju sinni. Stjórnin bendir á að starfsemi Óperunnar hefur gengið vel á undanförnum árum. Sýningar hennar hafa fengið fyrirtaks dóma, aðsókn er góð og reksturinn í jafnvægi.

Stjórnin áréttar að hvorki kjarasamningar né vinnuverndarlög hafi verið brotin í tengslum við uppsetninguna á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Stjórnin bendir á að þetta er staðfest með nýföllnum sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómsorðinu kemur einnig fram að söngvarinn sem höfðaði mál vegna sýningarinnar var með hærri laun fyrir þátttöku í sýningunni en hann hefði fengið ef fylgt hefði verið kjarasamningi FÍH frá árinu 2002.

Þá vill Óperan taka fram að meint launamismunun milli kynja hjá Óperunni á ekki við rök að styðjast. Laun eru ákvörðuð í frjálsum samningum út frá stærð hlutverka og sviðsreynslu hvers söngvara.

Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og stjórnendur Íslensku óperunnar nái saman um hver sé farsælasta aðferðin við gerð samninga um söng á hennar vegum. Íslenska óperan hyggst bjóða FÍH til viðræðna um kjaramál söngvara sem fram koma í sýningum Óperunnar. Vonast er til að viðræðurnar geti stuðlað að samkomulagi um ráðningarmál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við.

Stjórn Íslensku óperunnar

Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28. nóvember 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR
Share by: