Madama Butterfly
9. maí 2023
Madama Butterfly var frumsýnd 4. mars og hafa sýningar gengið vel og fengið góða dóma hjá gagnrýnendum og gestum. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við sýningu þann 1. apríl.

Íslenska óperan hlaut um helgina verðlaun á vegum Samtaka Evrópskra óperuhúsa, Opera Europa, og Fedora, í flokki sem nefnist New stage. Opera Europa eru regnhlífarsamtök allra óperuhúsa í Evrópu og Fedora er einn af bakhjörlum samtakanna og hlýtur styrki frá Evrópusambandinu árlega til að úthluta til valinna óperuverkefna, að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra.