Raddir margra þekktustu söngvara landsins ómuðu um Norðurljósasal Hörpu 11. nóvember síðastliðinn á glæsilegum Gala tónleikum Íslensku óperunnar. Það vantaði ekki upp á stemninguna og voru tónleikagestirnir hver öðrum glæsilegri.
Til stóð að halda tónleikana á 40 ára afmæli Íslensku óperunnar árið 2020, en þeim þurfti að fresta vegna heimsfaraldursins. Það má því segja að gleðin hafi verið allsráðandi á tónleikunum eftir tveggja ára bið.
Á tónleikunum voru vinsælar aríur fluttar, meðal annars eftir Mozart, Verdi og Puccini. Meðal þeirra sem fram komu voru Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Oddur A. Jónsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Már Ólafsson og Gunnar Björn Jónsson.
Hljómsveit Íslensku óperunnar lék með undir stjórn Kornilios Michalidis.
Smartland var með puttana á púlsinum og birti myndir af glæsilegum gestum:
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin