Glæsilegir gestir og mikil gleði á Gala tónleikum Íslensku óperunnar

28. nóvember 2022

This is a subtitle for your new post

Radd­ir margra þekkt­ustu söngv­ara lands­ins ómuðu um Norður­ljósa­sal Hörpu 11. nóv­em­ber síðastliðinn á glæsi­leg­um Gala­ tón­leik­um Íslensku óper­unn­ar. Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri. 


Til stóð að halda tón­leik­ana á 40 ára af­mæli Íslensku óper­unn­ar árið 2020, en þeim þurfti að fresta vegna heims­far­ald­urs­ins. Það má því segja að gleðin hafi verið alls­ráðandi á tón­leik­un­um eft­ir tveggja ára bið.

Á tón­leik­un­um voru vin­sæl­ar arí­ur flutt­ar, meðal ann­ars eft­ir Moz­art, Ver­di og Pucc­ini. Meðal þeirra sem fram komu voru Kristján Jó­hanns­son, Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Her­dís Anna Jón­as­dótt­ir, Odd­ur A. Jóns­son, Sig­ríður Ósk Kristjáns­dótt­ir, Aðal­steinn Már Ólafs­son og Gunn­ar Björn Jóns­son.


Hljóm­sveit Íslensku óper­unn­ar lék með und­ir stjórn Kornili­os Michalidis.


Smartland var með puttana á púlsinum og birti myndir af glæsilegum gestum:

https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/11/14/gudbjorg_og_otto_hlyddu_a_kristjan_i_horpu/?fbclid=IwAR0totOzwXKhe3evCBwHBjQGmGCLiNi92jHQ4zUqCSsxATDWjZxb4AjuE3E


Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Steinunn Birna og við hlið hennar óperustjóri Óperunnar í Leipzig, Tobias Wolf.
23. júní 2022
Íslenska óper­an hlaut um helg­ina verðlaun á veg­um Sam­taka Evr­ópskra óperu­húsa, Opera Europa, og Fedora, í flokki sem nefn­ist New stage. Opera Europa eru regn­hlíf­ar­sam­tök allra óperu­húsa í Evr­ópu og Fedora er einn af bak­hjörl­um sam­tak­anna og hlýt­ur styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu ár­lega til að út­hluta til val­inna óperu­verk­efna, að sögn Stein­unn­ar Birnu Ragn­ars­dótt­ur óperu­stjóra.
ALLAR FRÉTTIR
Share by: