Glæsilegir gestir og mikil gleði á Gala tónleikum Íslensku óperunnar
28. nóvember 2022

Söngvurum í óperunni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sérstaklega söngkonunni Hye-Youn Lee, sem fór með aðalhlutverk Cio-Cio San í sýningunni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.

Íslenska óperan hlaut um helgina verðlaun á vegum Samtaka Evrópskra óperuhúsa, Opera Europa, og Fedora, í flokki sem nefnist New stage. Opera Europa eru regnhlífarsamtök allra óperuhúsa í Evrópu og Fedora er einn af bakhjörlum samtakanna og hlýtur styrki frá Evrópusambandinu árlega til að úthluta til valinna óperuverkefna, að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra.