Íslenska óperan sýknuð af kröfum Þóru Einarsdóttur

10. janúar 2021

Nú liggur fyrir niðurstaða í máli sem Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Íslensku óperunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna greiðslna fyrir æfingar og sýningar á uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í stuttu máli var Íslenska óperan sýknuð af öllum kröfum og staðfest að verksamningarnir voru bindandi fyrir báða aðila og að farið var að lögum við gerð þeirra.

Dómurinn staðfestir þar að auki að verksamningurinn kveður á um hærri heildargreiðslur til Þóru en leitt hefði af kjarasamningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil.

Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar.

Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28. nóvember 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR
Share by: