Nú liggur fyrir niðurstaða í máli sem Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Íslensku óperunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna greiðslna fyrir æfingar og sýningar á uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í stuttu máli var Íslenska óperan sýknuð af öllum kröfum og staðfest að verksamningarnir voru bindandi fyrir báða aðila og að farið var að lögum við gerð þeirra.
Dómurinn staðfestir þar að auki að verksamningurinn kveður á um hærri heildargreiðslur til Þóru en leitt hefði af kjarasamningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil.
Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar.
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin