Ágústa Skúladóttir lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre DeComplicite, John Wright og David Glass. Hún hefur leikstýrt um það bil 40 leiksýningum á undanförnum 14 árum, einkum á nýjum íslenskum verkum. Meðal helstu sýninga hennar má nefna Grimmsævintýri, Klaufa og kóngsdætur, Bólu-Hjálmar, Ballið á Bessastöðum, Herra Pottu og Ungfrú Lok, Landið Vifru, Háaloft, Sellofón, Halldór í Hollywood, Eldhús eftirmáli, Stórfengleg, Umbreytingu, Ævintýri Munkhásens, Hjartaspaða, Dýrin íHálsaskógi, Aladdín, Línu langsokk og Öldina okkar. Þá eru ótaldar óperusýningarnar Cosi fan tutte, Ástardrykkurinn, Rakarinn frá Sevilla og Töfraflautan, sem var fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Eldborgarsal Hörpu. Sýningar Ágústu hafa hlotið marvíslegar viðurkenningar, til dæmis Grímuverðlaun og menningarverðlaun DV, en auk þess hlaut hún Stefaníustjakann árið 2009.
Leikstjóri
Leikstjóri
Leikstjóri
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin