Íslenska óperan tók á móti fjölda barna á öllum aldri á Big Bang hátíðinni sem haldin var í Hörpu 21.-22. apríl en Níels Thibaud Girerd frumsýndi óperuna Turandot eftir Puccini í Girerd leikhúsinu sínu sem hann skapaði þegar hann var ungur að árum og bjó upphaflega til í smíðatíma í skólanum og notaði síðan til þess að setja upp ýmsar óperur og leikverk fyrir fjölskyldu og vini. Fullt var á öllum sýningunum sem urðu sex talsins og voru mörg barnanna að upplifa óperu í fyrsta sinn á þessum viðburði sem var þakklát upplifun fyrir alla sem nutu.
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin