Uppfærsla ÍÓ á La traviata eftir Verdi leigð til Frakklands og sýnd í Opera de Massy í maí 2024.

Sýningin fékk við frábærar undirtektir og vakti mikla hrifningu gesta sem sáu sýninguna á nokkrum

uppseldum sýningum. Leikstjóri sýningarinnar er Oriol Tomas, leikmyndahönnuður  Simon Guibolt og búningahönnuður Sébastien Dionne. Uppfærslan var frumsýnd í Hörpu árið 2019 og var fyrsta óperusýningin sem var sýnd í Hofi á Akureyri árið 2021, en hún hefur verið leigð áður til Kanada og nú til Frakklands og hefur alls staðar fengið frábærar mótttökur.

 

Það var eitt af mínum markmiðum þegar ég tók við starfi óperustjóra 2015 að auka alþjóðlegan

sýnileika Íslensku óperunnar og það er góð tilfinning að það markmið hafi náðst. Ég er mjög stolt af þessari

sýningu sem og þeim sem við höfum sett upp á þessum tæpa áratug og kveð stofnunina

stolt af því frábæra starfi sem þar hefur verið unnið og þakklát þeim fjölmörgu sem hafa lagt ómetanlegt lóð á vogarskálar

til þess að gera mögulegt. Óperan lengi lifi! “ segir Steinunn B. Ragnarsdóttir fyrrverandi óperustjóri af þessu tilefni.


Mikill fögnuður á aukasýningu Madama Butterfly

Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.

Full af hjarta og manngæsku

Amanda Holloway, rýnir óperutímaritsins Opera, fer lofsamlegum orðum um uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly í Hörpu í maíhefti tímaritsins

LESA GREIN
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28 Nov, 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
Steinunn Birna og við hlið hennar óperustjóri Óperunnar í Leipzig, Tobias Wolf.
23 Jun, 2022
Íslenska óper­an hlaut um helg­ina verðlaun á veg­um Sam­taka Evr­ópskra óperu­húsa, Opera Europa, og Fedora, í flokki sem nefn­ist New stage. Opera Europa eru regn­hlíf­ar­sam­tök allra óperu­húsa í Evr­ópu og Fedora er einn af bak­hjörl­um sam­tak­anna og hlýt­ur styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu ár­lega til að út­hluta til val­inna óperu­verk­efna, að sögn Stein­unn­ar Birnu Ragn­ars­dótt­ur óperu­stjóra.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri
18 May, 2022
„Við finn­um sterk­lega fyr­ir því að framtíðin er byrjuð aft­ur og fátt sem bend­ir til þess að starfs­ár sem kynnt er núna taki drama­tísk­um breyt­ing­um, líkt og reynd­in hef­ur verið meðan heims­far­ald­ur­inn gekk yfir,“ seg­ir Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir, óperu­stjóri Íslensku óper­unn­ar (ÍÓ), sem kynnti kom­andi starfs­ár óvenjusnemma að þessu sinni í viðtali í Morg­un­blaðinu um liðna helgi.
Óperan Turandot eftir Puccini
25 Apr, 2022
Íslenska óperan tók á móti fjölda barna á öllum aldri á Big Bang hátíðinni sem haldin var í Hörpu 21.-22. apríl en Níels Thibaud Girerd frumsýndi óperuna Turandot eftir Puccini í Girerd leikhúsinu sínu.
ELDRI FRÉTTIR
Share by: