7. nóvember 2020
| Tónleikar
Söngskemmtun með Stuart Skelton og Bjarna Frímann streymt vegna samkomutakmarkana
Stuart Skelton óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari munu koma fram á Söngskemmtun laugardaginn 7. nóvember kl 16.00 í Norðurljósum, en vegna samkomutakmarkana verður tónleikunum eingöngu streymt án áhorfenda í sal í þetta sinn.
Stuart Skelton óperusöngvari sem margir muna frá uppfærslu Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á óperunni Peter Grimes árið 2015 og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar munu koma fram á Söngskemmtun laugardaginn 7. nóvember kl 16.00 í Norðurljósum.
Þessa frábæru listamenn þarf ekki að kynna, en Stuart sem er fæddur í Ástralíu hefur um árabil verið meðal leiðandi óperusöngara heims og sungið við öll stærstu óperuhúsin s.s. Metropolitan í New York. Hann hefur verið tilnefndur til Grammy verðlaunanna og hlotið hin virtu Alþjóðlegu Óperuverðlaun árið 2014 sem Söngvari ársins.
Á efnsskránni eru ýmsar þekktar aríur og sönglög sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá listamönnunum.
| Fleiri upptökur
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin