15. janúar 2021
| Tónleikar
Hrólfur Sæmundsson baritón er óperuunnendum að góðu kunnur en hann söng hlutverk Germont í uppfærslu Íslensku óperunnar á La traviata í Eldborg 2019 og fékk frábærar viðtökur. Hann hefur sungið í óperuuppfærslum víða um heim en unnið aðallega í Þýskalandi og starfar um þessar mundir við óperuna í Aachen. Hrólfur og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar munu koma fram á Söngskemmtun föstudaginn 15. janúar kl 20.00 í Norðurljósum.
Á efnsskránni eru ýmsar þekktar aríur og sönglög sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá listamönnunum. Listamennirnir munu sjálfir kynna lögin á tónleikunum sem verður jafnframt streymt en takmarkaður fjöldi miða verða til sölu og sóttvarna gætt í hvívetna.
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin