Íslenska óperan fagnar 40 ára afmæli á þessu óvenjulega starfsári og af því tilefni er litið til baka og góðir gestir úr ýmsum áttum munu deila óperuminningum sínum í 17 innslögum sem verða sýnd á RÚV tvisvar í viku á sunnudögum og miðvikudögum kl. 20.45.
Á þessum fjórum áratugum hafa verið settar upp 90 uppfærslur fyrir tæplega 500.000 gesti með þátttöku 10.500 listamanna.
„Ef ekki væri heimsfaraldur myndum við blása til veglegrar tónlistarveislu á afmælisárinu, en það verður að bíða betri tíma en við munum nota hvert tækifæri til þess að gleðja þjóðina á erfiðum tímum með fjölbreyttum viðburðum og hlökkum mikið til þess að geta boðið upp á lifandi óperusýningar aftur “ segir Steinunn Birna óperustjóri.
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin