Eva Signý lærði leikmynda- og búningahönnun við Central Saint Martins College of Art and Design í London og útskrifaðist árið 2007.
Þjóðleikhúsið
Eva gerði leikmynd fyrir Konuna við 1000° og leikmynd og búninga fyrir Harmsögu og Svanir skilja ekki. Einnig sá hún um búninga fyrir Aladdín, sýningu Bernds Ogrodniks á Brúðuloftinu, í samstarfi við Mao.
Eva hannaði leikmynd og búninga fyrir tvö samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, Nýjustu fréttir hjá VaVaVoom og Hvörf hjá Lab Loka.
Brúðuleikhús
Eva hefur unnið talsvert við brúðuleikhús. Hún stundaði starfsnám hjá Bernd Ogrodnik árið 2006 og hefur hannað og smíðað leikmyndir fyrir brúðusýningar hans, auk þess sem hún hannaði safn og kaffihús leikhúss hans Brúðuheima í Borgarnesi. Hún starfaði við sýningarnar Laxdælu og Skrímslið litla systir mín hjá Leikhúsinu 10 fingrum. Hún gerði brúður fyrir Axlar-Björn í uppfærslu Vesturports í Borgarleikhúsinu.
Önnur leikhús
Eva hannaði leikmynd og búninga fyrir sýningar Nemendaleikhúss LHÍ Á botninum og Tímaskekkju, og hannaði þar leikmynd og ljós fyrir Strindberg – aftur sem aldrei fyrr. Hún hannaði leikmynd og búninga fyrir útskriftarsýningar nemenda samtímadansdeildar LHÍ, Eyju og ÁFERÐ.
Annað
Hún starfaði um hríð sem tæknistjóri við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands.
Þjóðleikhúsið í vetur
Eva gerði leikmynd og búninga fyrir ≈ [um það bil] í Þjóðleikhúsinu og fyrir danssýninguna Kviku sem sýnd er í samstarfi við Katrínu Gunnarsdóttur í Þjóðleikhúsinu. Évgeni Onegin er fyrsta verkefni hennar hjá Íslensku óperunni.
Leikmyndahönnuður
Leikmyndahönnuður
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin