Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F. Liszt-tónlistarakademíunni í Búdapest með M.A.-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám við Tónlistarháskólann í Graz hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist til Íslands árið 1992. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar um Evrópu og í Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum, í píanóundirleik hjá Dalton Baldwin og í söng hjá Lorraine Nubar og Oliveru Miljakovic og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar. Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari á Íslandi og æfingapíanisti við Íslensku óperuna. Þar hefur hún tekið þátt í uppsetningum m.a. á Brúðkaupi Fígarós, Brottnáminu úr kvennabúrinu, Öskubusku, Toscu, Cavalleria rusticana, The Rake’s Progress, Ariadne auf Naxos, Skuggaleik eftir Karolínu Eríksdóttur, La traviata, Cosí fan tutte og Cavalleria Rusticana og Pagliacci.
Æfingastjóri
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin