Aukasýning La traviata 7. nóvember komin í sölu

1. september 2021
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu á uppfærslu Íslensku óperunnar á hinni vinsælu óperu La traviata eftir Verdi sem sýnd var fyrir fullu húsi árið 2019 í Eldborg og fékk frábæra dóma bæði innanlands og hjá erlendum gagnrýnendum.


Íslenska óperan mun einnig sýna óperuna þann 13. nóvember Hofi í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa saman en þetta verður fyrsta óperusýningin í fullri stærð sem sýnd er í tónlistarhúsi Hofi á Akureyri.


Óperan sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást er í þremur þáttum og var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853. Leiktextinn eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas. Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið. Hún er ástarsaga fylgdarkonu frá París og ungs manns utan af landi en þau eiga í forboðnu ástarsambandi sem úr verður mikill harmleikur.


 

KAUPA MIÐA
Eftir Elfa Sif Logadóttir 9. maí 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28. nóvember 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR
Share by: