Benjamin Levy stundaði nám við Tónlistarháskólann í Lyon, Tónlistarháskólann í París og við American Academy of Conducting í Aspen Bandaríkjunum hjá David Zinman, Yuri Temirkanov og Jorma Panula. Benjamin var fyrst eftir útskrift aðstoðarmaður Marc Minkowski á mörgum tónleikum og í óperuuppfærslum m.a. hjá Leipzing Gewandhaus hljómsveitinni, Mahler Chamber hljómsveitinni, Les Musiciens du Louvre, við Parísaróperuna, Hollensku óperuna og á Salzburgar Festival.
Benjamin Levy hefur stjórnað víðs vegar í Evrópu m.a. hjá Rotterdam Fílharmóníunni, Orchestre de la Suisse Romande, Nationale Reisopera í Hollandi, Théatre Stansilavsky í Moskvu, Moskvu Fílharmóníunni, Umeå óperunni, Orchestre de Chambre de Lausanne, Radio Filharmonisch Orkest, Radio Kamer Filharmonie, Gelders Orkest, Residentie Orkest í Haag, og að auki Noord Nederlands hljómsveitinni og Hljómsveitinni í Bayonne.
Í heimalandi sínu, Frakklandi hefur hann unnið með eftirfarandi hljómsveitum:
Orchestre National de Montpellier, Orchestre National d’Ile-de-France, Orchestre National de Lorraine, Opéra National de Lyon, Opéra de Rouen, Opéra National du Rhin, Opéra de Limoges, Théâtre National du Capitole de Toulouse, Orchestre National de Lyon, Orchestre Colonne, Orchestre Symphonique et Lyrique de Nancy og Orchestre Lamoureux.
Árið 2005 hlaut hann verðlaun sem “Bjartasta vonin” hjá Sambandi franskra Tónlistargagnrýnenda og árið 2008 hlaut hann ADAMI – Verðlaun ungra hljómsveitarstjóra.
Benjamin Levy er tónlistarstjóri hljómsveitarinnar Orchestre de Chambre Pelléas, sjálfstæð hljómsveit stofnuð af hljóðfæraleikurunum sjálfum. Sveitin hefur leikið í mörgum þekktum tónleikasölum t.a.m. í Concertgebouw in Amsterdam Théâtre des Champs Elysées, Théâtre du Châtelet, Philharmonie de Paris, ofl stöðum.
Hljómsveitarstjóri
Hljómsveitarstjóri
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin