7. mars 2016
| Tjaldið fellur
Mozart samdi óperuna Don Giovanni á u.þ.b. mánuði en hún var frumsýnd í Prag árið 1787 og hlaut afar góðar viðtökur.Tónlistin í óperunni er falleg og ríkuleg og er þessi ópera af mörgum talin bera af í fegurð tónmáls. Söguþráðurinn hverfist um hinn glæsilega flagara Don Giovanni sem leggur land undir fót, heillar og tælir konur um gjörvalla Evrópu en með honum í för er þjónn hans Leporello. Ógæfan dynur yfir þegar Don Giovanni fremur voðaverk og má segja að þá leysist ill öfl úr læðingi og glíman við samviskuna hefjist fyrir alvöru.
Fagmennska - Frumkvæði - Gleði - Samvinna
Takk fyrir skráningu. Póstlistaskráning er móttekin