Um tónleikana

Herdís Anna Jónasdóttir sópran
Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Á Söngskemmtuninni sem ber yfirskriftina „Ástríður norðursins“ munu listamennirnir flytja m.a. aríur og sönglög frá norrænum löndum.


Herdís Anna Jónasdóttir átti mikinn söngsigur þegar hún söng hlutverk Víólettu Valery í uppfærslu Íslensku óperunnar árið 2019 og hlaut Grímuverðlaunin sem söngkona ársins fyrir túlkun sína á hlutverkinu .Hún var einnig valin söngkona ársins í Saarbrucken 2016 og hefur tvívegis áður verið tilnefnd sem söngkona ársins á Íslandi. Hún stundaði nám við Hanns Eisler tónlistarháskólann og lauk Konzertexamen árið 2012 með ágætiseinkunn. Hún var um tíma ráðin við óperustúdíóið við óperuna í Zurich og tók þar þátt í fjölmörgum sýningum.

Herdís Anna hefur komið víða fram erlendis í óperu- og söngleikjauppfærslum m.a. í Þýskalandi og Sviss en meðal helstu hlutverka sem hún hefur sungið eru Adina í Ástardrykkjum, María í West Side Story, Eliza í My Fair Lady, Nannetta í Falstaff og Musetta í La bohéme hjá Íslensku óperunni árið 2012. Herdís Anna kemur einnig reglulega fram á tónleikum og hefur m.a. sungið í Færeyjum og í Ástralíu en á ferli sínum erlendis hefur hún öðlast mikla reynslu í flutningi óperutónlistar, ljóðasöngs, kirkjutónlistar og söngleikjum svo eitthvað sé nefnt.


Bjarni Frímann Bjarnason hefur verið Tónlistarstjóri Íslensku óperunnar frá árinu 2018 og á að baki glæsilegan tónlistarferil sem hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Hann hefur stjórnað uppfærslum Íslensku óperunnar á undanförnum árum við frábærar undirtektir áhorfenda og lof gagnrýnenda.

Bjarni Frímann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins 2020. Hann stundaði nám í hljómsveitarstjórn við Hanns Eisler tónlistarháskólann og hlotið fyrstu verðlaun í Hanns Eisler keppninni í Berlín árið 2012. Bjarni Frímann hefur komið fram víðsvegar í Evrópu bæði sem strengja- og hljómborðsleikari og stjórnað mörgum af helstu hljómsveitum landsins s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Hann hefur einnig komið fram sem píanóleikari með fjölmörgum söngvurum og var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016.

Aðrir tónleikar

olafurkjartan-bjarnifrimann.jpg
Viðburðir

Söngskemmtun: Ólafur Kjartan og Bjarni Frímann

19. mars 2021
Björk og Eva Þyri
Viðburðir

Kúnstpása: Björk og Eva Þyri

23. febrúar 2021