Um tónleikana

Moldovski baritónsöngvarinn Andrey Zhilikhovsky heimsækir nú Ísland í annað sinn en hann fer með hlutverk greifans í uppfærslu ÍÓ á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu.
Hann fór með tiltilhlutverkið í uppfærslu ÍÓ á Évgení Onegin árið 2016 eftir að hafa sungið það í Bolshoj leikhúsinu í Moskvu við frábæran orðstír. Söngvarinn hefur á síðustu misserum sungið í stærstu óperuhúsum víða í Evrópu og fer beint héðan á svið Metrópolitan óperunnar. þar sem hann debúterar í La Boheme.
Hér má lesa nánar um Andrey: https://www.askonasholt.com/artists/andrey-zhilikhovsky/

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar auk þess að gegna stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hér má lesa nánar um Bjarna Frímann:
https://opera.is/is/folk/bjarni-frimann-bjarnason/

Þeir Andrey og Bjarni Frímann úrval sönglaga eftir Sergej Rachmaninov og Pjotr Tchaikovskí á kvöldtónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum.

Miðasala á www.harpa.is/ Miðaverð 4200 kr 

Aðrir tónleikar

Uppselt
Kúnstpása
Kúnstpása

Kúnstpása: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir

12. maí 2020
Frestað
Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn
Kúnstpása

Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn Þráinsdóttir

31. mars 2020