Kúnstpása: Oddur Arnþór Jónsson og Somi Kim

Hvar Norðurljós   Hvenær 15. maí 2018 kl. 12:15
Kúnstpása

Á tónleikunum flytur baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson blandað dagskrá af ljóðum og aríum sem allar eiga það sammerkt að hafa verið þýddar á íslenska tungu af Þorsteini Gylfasyni heimspekingi og þýðanda. 

Með Oddi leikur Somi Kim á píanó. Nánari dagskrá tónleikanna verður auglýst síðar.

Oddur var tilnefndur sem söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 fyrir ljóðatónleika sína þar sem hann flutti Vetrarferð Schuberts ásamt Somi Kim píanóleikara. Oddur mun fara með hlutverk hershöfðingjans í næstu uppfærslu Íslensku óperunnar, Brothers sem flutt verður 9.júní næstkomandi. 

Það er því sérlega ánægjulegt að hlusta á þessu frábæru tónlistarmenn flytja spennandi dagskrá í Norðurljósum.

Tónleikarnir eru uþb 30 mínútna langir - frítt inn.

Verið hjartanlega velkomin!


Efnisskrá:
 

Franz Schubert (1797-1828)

Vorhugur (Frühlingsglaube) – Johann Ludwig Uhland

Á vori (Im Frühling) – Ernst Schulze

 

 

Atli Heimir Sveinsson (*1938)

Það kom söngfugl að sunnan (Kimmt a Vogerl geflogen) ­– Þýsk þjóðvísa

 

 

Hreiðar Ingi Þorsteinsson (*1978)

Þeim vörum sem ég kyssti (What my lips have kissed, and where, and why) –    Edna St. Vincent Millay

 

 

Sergei Rachmaninoff (1873-1943)

Mín fagra, ekki syngja söng (Ne poy krasavitsa, pri mne) - Alexander Púshkin

 

 

Pjotr Tchaikovsky (1840-1893)

Ef ráð mitt fýsti mig að festa (Kogda bi zhizn) – Aría Onegins úr Évgení Onegin –

Alexander Púshkin

 

 

Franz Lehár (1870-1948)

Ég arka á Maxim (Da geh’ ich zu Maxim) – Aría Danilo úr Kátu ekkjunni

Victor Léon og Leo Stein