Um tónleikana

Það er mikið gleðiefni að hefja aftur starfsemi Íslensku óperunnar eftir samkomubann og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin hvort heldur er í Hörpu eða að njóta tónleikanna heiman frá!

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á óvenjulegri Kúnstpásu í Norðurljósum þriðjudaginn 12. maí kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu.
Diddú og Anna Guðný hafa starfað saman um árabil og bjóða gestum Íslensku óperunnar upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með þekktum aríum og sönglögum. Diddú hlaut á dögunum heiðursverðlaunin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir einstakt framlag sitt til tónlistarlífs landsmanna.

Kúnstpása

Íslenska Óperan sendir beint frá tónleikaröðinni Kúnstpásu úr Norðurljósasal Hörpu. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.

Posted by Íslenska óperan / The Icelandic Opera on Þriðjudagur, 12. maí 2020

Efnisskrá Kúnstpásu:

Antonín Dvořák (1841-1904)

"Söngurinn til mánans" úr óperunni Rusalka

Giuseppe Verdi (1813-1901)

"Mercé dilette amiche" úr óperunni I vespri siciliani

Vincenzo Bellini (1801-1835)

" Eccomi in lieta vesta...Oh, quante volte.." úr óperunni I Capuleti e i Montecchi"

"Casta Diva" úr óperunni Norma

Rússneskt þjóðlag/úts. A. Alabieff

"Solovej"

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en við munum halda í heiðri 2ja metra fyrirmyndarfjarlægðina í salnum og komast aðeins 100 manns í salinn að sinni. Að vanda er frítt inn á tónleikana.
Í ljósi aðstæðna þurfa gestir að tryggja sér miða fyrirfram á www.harpa.is þar sem hámark gesta í sal verður 100.

Kúnstpásu verður einnig streymt til allra landsmanna á Facebook-síðu Íslensku óperunnar, svo að allir geti notið þess að hlusta á þessar frábæru listakonur.

Aðrir tónleikar

Frestað
Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn
Kúnstpása

Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn Þráinsdóttir

31. mars 2020
Kúnstpása: Egill Árni og Hrönn
Kúnstpása

Kúnstpása: Egill Árni Pálsson og Hrönn Þráinsdóttir

25. febrúar 2020