Klúbbur Listahátíðar, Listasafni Reykjavíkur

Hvenær 7. júní 2018 kl. 17:00
Daníel

Fimmtudaginn 7.júní kl.17.00 munu tónskáldið Daníel Bjarnason og leikstjórinn Kasper Holten leiða gesti í allan sannleik um uppfærsluna á óperunni Brothers sem er fyrsta ópera Daníels Bjarnasonar og var frumflutt hjá Den Jyske Opera í ágúst 2017 undir leikstjórn Kaspers Holtens. Sýningin fékk feikilega góðar móttökur þar ytra og á dögunum var verkið útnefnd tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018.

Það verður spennandi að heyra þá Daníel og Kasper segja frá verkinu og fá innsýn inn í það hvernig ópera verður til frá upphafi til enda.