Um tónleikana

Á fyrstu Kúnstpásu starfsársins koma fram þau Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þessa ástsælu tónlistarmenn þarf vart að kynna en þau hafa undanfarin ár átt gjöfult og farsælt samstarf á tónlistarsviðinu.

Þau Kristinn og Anna Guðný flytja fjölbreytta dagskrá og á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Schubert, Strauss og Jón Ásgeirsson.

Það er mikið tilhlökkunarefni að hlusta á þessa frábæru listamenn á fyrstu Kúnstpásu starfsársins.

Að vanda verður alls öryggis gætt og fjarlægðartakmörk virt.

Verið hjartanlega velkomin í Norðurljós meðan húsrúm leyfir!

Aðrir tónleikar

Hrólfur og Bjarni Frímann
Viðburðir

Söngskemmtun: Hrólfur Sæmundsson og Bjarni Frímann

15. janúar 2021
Elmar og Bjarni Frímann
Viðburðir

Söngskemmtun ÍÓ: Elmar og Bjarni Frímann

6. september 2020