Um tónleikana

Hinn ungi tenórsöngvari Ari Ólafsson kemur fram á Kúnstpásu Íslensku óperunnar 16. apríl næstkomandi.
Ari er hvað þekktastur fyrir framlag sitt í Eurovision, en lagið Our Choice fór með sigur af hólmi í undankeppninni hér heima og flutti Ari það undankeppninni í Lissabon í fyrra með miklum glæsibrag.
Ari hlaut 1. verðlaun í söngkeppni FÍS árið 2017 og útskrifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2018 þar sem hans aðalkennari var Bergþór Pálsson. Bergþór mun taka lagið með Ara á þessum tónleikum.
Ari stundar nú nám við The Royal Academy of Music í London og er þar á fullum námsstyrk.
Með Ara á Kúnstpásu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og samanastendur dagskráin af aríum og ljóðum.

Verið hjartanlega velkomin á Kúnstpásu - enginn aðgangseyrir er á tónleikana og standa þeir yfir í uþb. 30 mínútur.

Aðrir tónleikar

Uppselt
Kúnstpása
Kúnstpása

Kúnstpása: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir

12. maí 2020
Frestað
Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn
Kúnstpása

Kúnstpása: Sigrún Pálmadóttir og Hrönn Þráinsdóttir

31. mars 2020