Fyrirsöngur

Hvar Eldborg   Hvenær 26. febrúar 2018 kl. 14:00
Eldborg

Þann 26. febrúar fer fram opinn fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni.

Söngvarar eru beðnir um að senda inn umsókn með ferilskrá á netfangið opera@opera.is fyrir 31. janúar 2018.

Óskað er eftir því að sungin sé ein aría að eigin vali. Prufurnar fara fram í Eldborg í Hörpu.

Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarstjóri Íslensku óperunnar mun leika  með söngvurum í prufunum.

Söngvari getur komið með píanóleikara á eigin vegum óski hann eftir því.

Meðal verkefna framundan er m.a. óperan Hans og Gréta eftir E. Humperdinck sem verður sett upp í Norðurljósum haustið 2018.

Uppfærslan verður tileinkuð ungum söngvurum sem eru að hasla sér völl á óperusviðinu.

 

Öllum umsóknum verður svarað.