Töfraflautan

eftir W.A. Mozart
Frumsýning 22. september 2001

Um sýninguna

Tónskáld W.A. Mozart   Líbrettó Emanuel Schikaneder   Tungumál Íslenska   Þættir 2   Hlé

Töfraflautan er með allra vinsælustu óperum tónlistarsögunnar en Mozart samdi hana árið 1791, síðasta árið sem hann lifði, við texta Emanuel Schikaneder. 

Þetta er í þriðja sinn sem Töfraflautan er sett upp hjá Íslensku óperunni en fyrri uppfærslurnar voru 1982 og 1991. Töfraflautan var flutt í íslenskri þýðingu þeirra Þrándar Thoroddsen, Böðvars Guðmundssonar og Þorsteins Gylfasonar en Gunnsteinn Ólafsson endurorti að hluta og þýddi óbundið mál. 


Hlutverk

Næturdrottningin
Guðrún Ingimarsdóttir
Næturdrottningin
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Monostatos
Snorri Wium
Fyrsta hirðmær
Marta Halldórsdóttir
Önnur hirðmær
Þórunn Guðmundsdóttir
Þriðja hirðmær
Sesselja Kristjánsdóttir
Þriðja hirðmær
Sigrún Jónsdóttir
Þriðja hirðmær
Sigríður Aðalsteinsdóttir
Þulur / annar vörður
Loftur Erlingsson
Fyrsti vörður / annar prestur
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Fyrsti fylgdarsveinn
Marta Halldórsdóttir
Annar fylgdarsveinn
Regína Unnur Ólafsdóttir
Þriðji fylgdarsveinn
Dóra Steinunn Ármannsdóttir
Papagena
Xu Wen

Listrænir stjórnendur

Hljómsveitarstjóri
Gunnsteinn Ólafsson
Leikmyndahönnuður
Vytautas Narbutas
Búningahönnuður
Vytautas Narbutas
Danshöfundur
Selma Björnsdóttir
Kórstjóri
Garðar Cortes