Um sýninguna

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson var frumsýnd hjá Íslensku óperunni í mars síðastliðnum og er óhætt að segja að hún hafi slegið gjörsamlega í gegn, því uppselt var á allar sýningar og komust færri að en vildu. Bæði gagnrýnendur og gestir spöruðu ekki hrósyrðin og hlaut sýningin fimm stjörnur margra gagnrýnenda. Þá sópaði hún að sér tilnefningum og verðlaununum á Grímunni 2014, þar sem hún var meðal annars valin Sýning ársins 2014.

Efnt verður til tveggja aukasýninga á Ragnheiði um jólin, laugardaginn 27. desember og sunnudaginn 28. desember og hefst miðasala á sýningarnar í byrjun nóvember.

Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem Ragnheiður biskupsdóttir, Viðar Gunnarsson í hlutverki Brynjólfs Sveinssonar biskups, og Elmar Gilbertsson í hlutverki Daða Halldórssonar, en lesa má nánar um hlutverkaskipan hér. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og leikstjóri er Stefán Baldursson, en lesa má nánar um hverjir fara með listræna stjórn hér.

Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er, var Ragnheiður neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Efni þetta hefur áður orðið ýmsum listamönnum viðfangsefni. Einna frægust er skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt, og samnefnt leikrit hans.

Sýningin er tæpar þrjár klukkustundir að lengd, með hléi. Tuttugu mínútna hlé er eftir fyrsta þátt. 

Listrænt teymi

Hljómsveitarstjóri
Leikstjóri
Leikmyndahönnuður
Ljósahönnuður
Aðstoðarhljómsveitarstjóri
Myndbandshönnuður
Myndbandshönnuður

Hlutverk

Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Brynjólfur Sveinsson, biskup
Daði Halldórsson
Sr. Sigurður dómkirkjuprestur
Helga Magnúsdóttir
Sr. Hallgrímur Pétursson
Sr. Torfi Jónsson
Þórður Þorláksson

Aðrar sýningar

Mannsröddin

1999
Örlagaþræðir

Örlagaþræðir

2020