Mannsröddin

eftir Francis Poulenc
Frumsýning 9. febrúar 2017

Um sýninguna

Tónskáld Francis Poulenc   Líbrettó Jean Cocteau   Tungumál Franska   Þættir 1   Lengd 40 mínútur  


Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir franska tónskáldið Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er einþáttungur og lýsir síðast símtali konu til elskhuga síns sem hefur slitið sambandinu sem varað hefur í fimm ár. Um er að ræða nýja og ferska nálgun á verkið þar sem aðalpersónan, Elle, er túlkuð af Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu í sviðsetningu og leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem óperunni og leikritinu er fléttað saman í sömu uppfærslu svo hér er farið með áhorfandann í hrífandi óvissuferð um allan mannlega tilfinningaskalann. Tónlistarstjóri: Irene Kudela. Píanóleikari: Eva Þyri Hilmarsdóttir. Búningar og leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir. Leikritið er í nýrri þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar.

Mannsröddin verður frumsýnd  9. febrúar 2017.

Myndbönd

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri um uppfærsluna

Myndir

  • Mannsröddin
  • mannsrödd
  • mannsrödd
  • mannsrödd
  • mannsrödd
  • mannsrödd
  • Manns
  • mannsrödd

Hlutverk

Listrænir stjórnendur

Tónlistarstjóri
Irene Kudela
Píanóleikari
Eva Þyri Hilmarsdóttir
Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir
Leikmyndahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir