Um sýninguna

Hin ástsæla ópera La Traviata eftir Giuseppi Verdi var frumsýnd í Eldborg þann 9. mars 2019. Íslenska óperan mun endursýna uppfærsluna í nóvember 2021 í Hörpu og Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa saman og einnig verður þetta fyrsta óperusýningin í hinu frábæra tónlistarhúsi Hofi á Akureyri.

Óperan sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást er í þremur þáttum og var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853. Leiktextinn eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas. Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið.

Myndir

  • La traviata
  • La traviata
  • La traviata
  • La traviata
  • La traviata
  • La traviata

Aðrar sýningar

La Bohème

2001
Brothers mynd

Brothers

2018