Um sýninguna

Óperan Il Trovatore eftir meistara Giuseppe Verdi er ópera sterkra tilfinninga – saga um ástir og hefnd. Tónlistin iðar að sama skapi af rómantík, fögrum laglínum og hrífandi aríum og kórum.

Nokkrir framúrskarandi listamenn á sviði tónlistar og leikhúss sameina krafta sína í þessari haustuppfærslu Íslensku óperunnar árið 2012. Í helstu hlutverkum eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico, Hulda Björk Garðarsdóttir í hlutverki Leonoru, Alina Dubik og Elsa Waage sem skipta með sér hlutverki Azucenu, Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Ferrando og hinn virti alþjóðlegi baritónsöngvari Anooshah Golesorkhi er í hlutverki Luna greifa.

Þá heldur bandaríski hljómsveitarstjórinn Carol Crawford um tónsprotann, og er þetta í fyrsta sinn sem kona er hljómsveitarstjóri í óperuuppfærslu hjá Íslensku óperunni. Leikstjóri er Halldór E. Laxness, leikmyndahönnuður er Gretar Reynisson og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar taka ennfremur þátt í verkefninu.

Aðrar sýningar

Hollendingurinn fljúgandi

2002

La traviata

2008