Brúðkaup Fígarós

eftir Wolfgang Amadeus Mozart
Frumsýning 7. september 2019

Um sýninguna

Tónskáld Wolfgang Amadeus Mozart   Líbrettó Lorenzo Da Ponte   Tungumál Ítalska   Lengd 180 mínútur   Hlé

Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins með hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. 

Óperan fjallar um ást, hjónaband og stéttaskiptingu. Figaró og Súsanna verða að komast í gegnum brúðkaupsdaginn sem er fullur af ótrúlegustu uppákomum og áskorunum - tortryggni, afbrýðissemi, svik, málshöfðun, skuldir og yfirgengilegur yfirmaður. Við upphafs annars hjónabandsins virðist hitt vera komið að hruni. Hin yfirgefna og reiða greifynja reynir að bjarga hjónabandinu með hinum kvensama greifa, aðalsmanni sem haldin er þeim misskilningi að hann hafi fæðst öðrum æðri og eigi sjálfkrafa rétt á því sem honum þóknast hverju sinni.

Í nýrri sprelllifandi barrokk farsauppfærslu fullri af fáránleika stéttaskiptingar og forréttinda hefur átjánda öldin aldrei verið jafn litrík, lifandi og skemmtileg.

Ætlar þú  í  Brúðkaup ársins?

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjórn er í höndum John Ramsters og Bridget Kimak hannar leikmynd og búninga. 

Listrænir stjórnendur

Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
Leikstjóri
John Ramster
Leikmyndahönnuður
Bridget Kimak