Brúðkaup Fígarós

eftir Wolfgang Amadeus Mozart
Frumsýning 7. september 2019

Um sýninguna

Tónskáld Wolfgang Amadeus Mozart   Líbrettó Lorenzo Da Ponte   Tungumál Ítalska   Lengd 180 mínútur   HléÍslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins með hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. 

Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu.

Sagan gerist í kastala Almaviva greifa, í nágrenni Sevilla. Hinn kvensami greifi rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann, og klækjabrögð þeirra hafa ýmsar kostulegar afleiðingar.

Ópera um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi, í nýrri og bráðskemmtilegri uppfærslu.

Veisla sem kemur á óvart!

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjórn er í höndum John Ramsters og Bridget Kimak hannar leikmynd og búninga. 


SÖGUÞRÁÐUR:

Í dag er brúðkaup! Fígaró elskar Súsönnu, Súsanna elskar Fígaró, greifinn er viss um að hann elski Súsönnu, Marsellína elskar Fígaró, Kerúbínó elskar allar konur, en greifynjuna þó mest allra og greifynjan elskar greifann sinn enn, en óskar þess þó heitt að svo væri ekki. Greifinn hefur hug á að draga Súsönnu á tálar og koma í veg fyrir brúðkaup hennar og Fígarós. En þjónustufólkið hans reynist klókara en hann óraði fyrir, sumir bregða fyrir sig hugvitssamlegum dulargervum, aðrir stökkva út um glugga, eiginkonan reynist bæði trúföst og klók og í ofanálag birtast foreldrar sem enginn átti von á. Smám saman verður vesalings greifanum ljóst að heimurinn er að breytast og að hann er ekki lengur einráður um alla hluti ...

Myndbönd

Myndir

  • Brúðkaup Fígarós
  • Brúðkaup Fígarós
  • Brúðkaup Fígarós
  • Brúðkaup Fígarós
  • Brúðkaup Fígarós

Listrænir stjórnendur

Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
Leikstjóri
John Ramster
Leikmyndahönnuður
Bridget Kimak
Búningahönnuður
Bridget Kimak
Kórstjóri
Magnús Ragnarsson
Ljósahönnuður
Halldór Örn Óskarsson
Danshöfundur
Katrín Gunnarsdóttir
Aðstoðarleikstjóri
Níels Thibaud Girerd