Vinafélag Íslensku óperunnar

Vinafélag ÍÓVinafélag Íslensku óperunnar er félag áhugamanna um óperutónlist. Megintilgangur þess er að styðja og styrkja starf Óperunnar með fræðslu og kynningu á óperulist með hliðsjón af verkefnum Óperunnar og í samstarfi við hana, en einnig að vinna að því að auka almennan áhuga og þekkingu á óperulist á Íslandi.

Viltu ganga í félagið eða afla þér nánari upplýsinga? 

Sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 511 6400.

Hvað er VÍÓ? 


Vinafélag Íslensku óperunnar er félag áhugamanna um óperutónlist. Megintilgangur þess er að styðja og styrkja starf Óperunnar með fræðslu og kynningu á óperulist með hliðsjón af verkefnum Óperunnar og í samstarfi við hana, en einnig að vinna að því að auka almennan áhuga og þekkingu á óperulist á Íslandi.

Vinafélag Íslensku óperunnar er ungt félag en byggir þó á gömlum merg. Fyrirrennari þess var Styrktarfélag Íslensku óperunnar, sem stofnað var 1989 en það var lagt niður árið 2000 og Vinafélag Íslensku óperunnar stofnað á grunni þess. Þessar breytingar héldust í hendur við breytingar sem gerðar voru á skipulagi og stjórnun Íslensku óperunnar á sama tíma. Félagar í gamla Styrktarfélaginu urðu sjálfkrafa félagar í Vinafélaginu við stofnun þess.

Eftir skipulagsbreytingarnar er Vinafélagið sjálfstætt og óháð félag, sem ekki ber ábyrgð á rekstri Íslensku óperunnar eins og Styrktarfélagið gerði. Megintilgangur Vinafélagsins er að styðja og styrkja starf Óperunnar með fræðslu og kynningu á óperulist með hliðsjón af verkefnum Óperunnar og í samstarfi við hana, en einnig að vinna að því að auka almennan áhuga og þekkingu á óperulist á Íslandi.

Vinafélagið leggur áherslu á fjölbreytt fræðslustarf fyrir félagsmenn og almenning, auk þess sem samið hefur verið við Íslensku óperuna og fleiri aðila um sérstök vildarkjör fyrir félagsmenn .

Vildarkjör fyrir vinafélaga

Það eru margar góðar ástæður til að ganga í Vinafélag Íslensku óperunnar - hér eru aðeins nefndar nokkrar:

  • 10% afsláttur af miðum á óperusýningar* Íslensku óperunnar.
  • 10% afsláttur af þátttökugjaldi á óperunámskeiðum Vinafélagsins og Endurmenntunar Háskóla Íslands.
  • 15% afsláttur af vörum (geisladiskum, dvd-diskum og myndböndum) í 12 Tónum

* Enginn afsláttur veittur af miðum á frumsýningar. Ekki er hægt að nýta sér vinafélagsafsláttinn við kaup á miðum í netsölu.

Félagsgjald er 3.900 kr. á ári að lágmarki en Óperuvinum er frjálst að greiða hærra gjald, allt eftir efnum og aðstæðum. Hægt er að greiða með greiðslukorti (Visa / MasterCard) eða með heimsendum greiðsluseðli.

Viltu ganga í félagið eða afla þér nánari upplýsinga? Sendu tölvupóst eða hringdu í síma 511 6400.

Stjórn

Fimm manna stjórn Vinafélags Íslensku óperunnar (VÍÓ) var kjörin á aðalfundi, sem haldinn var í Kaldalóni 19.október 2016.

Stjórn VÍÓ 2017-2018 skipa:

Una Steinsdóttir - fulltrúi Vinafélagsins í stjórn Íslensku óperunnar

Þorvaldur Örn Davíðsson - fulltrúi Vinafélagsins í stjórn Íslensku óperunnar

Ása Fanney Gestsdóttir - varamaður  Vinafélagsins í stjórn Íslensku óperunnar

Hjördís Smith