Starfsfólk og stjórn

Bakland Íslensku óperunnar er afar mikilvægt og á mikinn þátt í velgengni stofnunarinnar. Þar með teljast áheyrendur sem eru mörg þúsund á hverju ári. Fastir starfsmenn eru fáir en þeir skipta á milli sín þeim verkefnum sem starfsemin þarfnast yfir árið, en fjöldi verkefnaráðinna starfsmanna eykst verulega þegar æfingar og undirbúningur sýninga hefst og getur orðið hátt á annað hundrað.

Listamenn og listræn teymi eru verkefnaráðin hverju sinni og er fjöldi þeirra mjög breytilegur eftir þörfum hverrar uppfærslu. 


Starfsfólk

Þegar unnið er að uppfærslum hjá Íslensku óperunni eru fjölmargir sem koma að starfseminni og getur hópurinn hæglega orðið á annað hundrað manns þegar mest verður. Fastir starfsmenn starfa í húsinu allt árið og halda utan um það sem tengist viðburðum sem Íslenska óperan stendur fyrir og sjá um skipulagningu ásamt því að sinna öðrum daglegum störfum og rekstri.


steinunn birna ragnarsdóttir

Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Óperustjóri

steinunn@opera.is

Steinunn Birna Ragnarsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981 þar sem kennari hennar var Árni Kristjánsson og meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987. Steinunn hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn og komið fram á ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Hún bjó um tíma á Spáni og kom þar víða fram á tónleikum Hún lék einleik ásamt Virtuosi di Praga hljómsveitinni í Rudolphinum tónleikasalnum í Prag í júní 2008. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert eftir Edvard Grieg og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geislaplötu. Hún hefur gert margar geislaplötur, meðal þeirra er „Ljóð án orða" ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1998. Einnig kom út diskur þeirra “Myndir á þili” árið 2008.  Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi um árabil, komið fram á Listahátíð í Reykjavík, hjá Kammermúsikklúbbnum og á fjölmörgum tónlistarhátíðum og tónleikaröðum hér á landi og erlendis. Hún stofnaði Reykholtshátíðina árið 1997 og var listrænn stjórnandi hennar fyrstu 15 árin þar til að hún tók við starfi Tónlistarstjóra Hörpu sem hún gegndi þar til að hún var ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar vorið 2015.  Steinunn Birna á sæti í stjórn ISPA (International Society for the Performing Arts) og Sviðslistasambands Íslands auk þess að taka þátt í starfi DeVos Institute í Washington DC þar sem hún vinnur með leiðandi listrænum stjórnendum frá ýmsum löndum næstu 3 árin. Steinunn kemur oft fram sem fyrirlesari á ýmsum alþjóðlegum ráðstefnum um sviðslistir og listræna stjórnun.


Bjarni Frímann

Bjarni Frímann Bjarnason

Tónlistarstjóri

bjarnifrimann@opera.is

Bjarni Frímann stundaði fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk próf í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands. Árið 2009 bar hann sigur úr býtum í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék í framhaldinu lágfiðlukonsert Bartóks með sveitinni á tónleikum. Að því loknu stundaði hann nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín.
Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann hefur stjórnað mörgum af fremstu hljómsveitum á Íslandi - Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis. Bjarni Frímann hefur seinni ár komið víða fram sem píanóleikari með söngvurum og sem kammertónlistarmaður m.a. í Berlínarfílharmóníunni, Konzerthaus í Vín.

Árið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Hann var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Sama ár stjórnaði hann flutning á óperunni UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttir við óperuna í Osló, í Chur og Basel og á Listahátíð í Reykjavík. Árið 2016 -2017 stjórnaði Bjarni Frímann hljómsveitartónleikum með Björk Guðmundsdóttur í Mexíkóborg, Fílharmóníunni í LA og í Hörpu. Bjarni Frímann er einnig aðstoðarhljómsveitarstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2018.


Börkur Hrafn Birgisson

Börkur Hrafn Birgisson

Sýningarstjóri

syningarstjori@opera.is

Börkur Hrafn hefur starfað sem tónlistarmaður sl.20 ár og er stofnandi hljómsveitanna Jagúar og Mono Town. Hann 2006 útskrifaðist sem einleikari frá jazz- og rokkbraut  tónlistarskóla FÍH 2006 með ágætiseinkun. Börkur sótti tíma hjá Hilmari Jenssyni og Sigurði Flosasyni.

Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Börkur Hrafn hefur hljóðritað og komið fram með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum ss.Bubba.Morthens, Magnús Þór Sigmundssyni og Jóhanni Helgasyni, Baggalút, Stefáni Hilmarssyni, Páli Óskari Hjálmtýrssyni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Harry Belafonte,  Ragnheiði Gröndal, Ellen Kristjánsdóttir, Andreu Gylfadóttur, Sigríði Thorlacius, Helga Björnssyni, Björgvini Halldórssyni, Birni Jörundi, Agli Ólafsyni, Kristjönu Stefánsdóttur ofl ofl. Börkur hefur starfað sem hljóðfæraleikari í leikhúsum Reykjavíkur og tók síðast þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar (2007-2008) Gauragang (2010-2011) og uppfærslu Þjóðleikhússins á Bjart með köflum (2011-2012) Börkur Hrafn tók þátt í upptökum  á tónlist Nick Cave í uppsetningu leikhópsins Vesturports á Woyzeck árið 2009.Börkur starfaði með hljómsveitinni Jagúar frá 1999-2006 Jagúar hlaut íslensku tónlistarverðaunin. 2004 og 2005.Árið 2007 gaf hann út hljómplötuna “3.Leiðin” í samstarfi við Einar Má Guðmundsson og Elísabetu Eyþórsdóttur árið 2007. Hljómsveitin Mono Town þar sem Börkur er einn af stofnendum - hefur getið sér gott orð á hérlendri og erlendri grundu og hitaði ma. upp fyrir hljómsveitina The Pixies á Evróputúr 2013. Mono Town hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir Rokkplötu ársins og Lag ársins 2014.

Á árunum 2009-2013 starfaði  Börkur sem framkvæmdarstjóri og annar tveggja upptökustjóra í hinu víðfræga Stúdío Sýrlandi Skúlatúni. Hann hefur séð um hljómsveitarstjórn á ýmsum stórviðburðurm m.a ´á 100 ára afmælistónleikum Eimskipafélagsins 2013 í Eldborgarsal Hörpu og sá um útsetningar á tónlistinni og stjórnaði 25 manna stórsveit þar sem allir helstu dægurlagasöngvarar landsins komu fram. Einnig hefur séð um hljómsveitastjórn á reglulegum yfirlitstónleikum Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar 2016, 2017 og 2018. Árin 2015, 2017 og 2019 sá hann um hefur séð um hljómsveitarstjórn fyrir árshátíð Landsbankans.Dýri Jónsson

Verkefnastjóri og framleiðandi sýninga

dyri@opera.is


Helga Lúðvíksdóttir

Yfirmaður búningadeildar / Klæðskeri

saumastofa@opera.is

Helga Lúðvíksdóttir er menntaður klæðskeri frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Hún bjó í 8 ár í Stuttgart í Þýskalandi og starfaði þar m.a. við söngleikjahús sem aðstoðardeildarstjóri í búningadeild.

Var sjálfstætt starfandi klæðskeri í nokkur ár við afar fjölbreytt verkefni en hefur lengst af starfað við  búningasaum.

Helga hefur starfað í  búningadeild Þjóðleikhússins frá árinu 2001 sem dresser og einnig sem starfsmaður saumastofu í afleysingum og á álagstímum.

Hún kom til starfa hjá Íslensku óperunni haustið 2015 og var verkefnisstjóri búningadeildar óperunnar við uppfærslur Don Giovanni, Evgeni Onegin, Toscu og Brothers og

vorið 2018 var hún  fastráðin yfirmaður búningadeildar ÍÓ.


Magnús Ragnarsson

Magnús Ragnarsson

Kórstjóri

Magnús Ragnarsson kórstjóri stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju, sem er 32 manna kór með menntuðum tónlistarmönnum. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna. 

Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours,  Llangollen í Wales, Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 fyrir flutning á Þýsku sálumessunni eftir Brahms og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins

Nathalía

Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Markaðs- og kynningarstjóri

nathalia@opera.is

Nathalía Druzin Halldórsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Íslensku óperunnar hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu sem og úr menningargeiranum, en hún hefur starfað við starfsmannaráðningar og ráðgjöf, verkefnastjórnun og kynningarmál, sinnt ýmsum túlka og þýðingarstörfum auk þess sem hún hefur verði starfandi söngvari um árabil.

Nathalía lauk námi frá Háskóla Íslands í rússnesku og bókmenntafræði, lærði alþjóðaviðskiptafræði við sama skóla auk þess sem hún var gestanemandi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún lauk söngnámi frá Nýja tónlistarskólanum árið 2009.


Þorgerður

Þorgerður Gylfadóttir

Fjármálastjóri

thorgerdur@opera.is

Þorgerður Gylfadóttir fjármálstjóri hefur starfað hjá Íslensku óperunni frá árinu 1998 og þar með starfað með öllum óperustjórunum, fyrstu árin í Gamla bíói og í Hörpu frá árinu 2011.

Fram að þeim tíma  starfaði Þorgerður við bókhalds- og skattauppgjör hjá ýmsum fyrirtækjum og félagasamtökum auk þess sem hún sinnti starfi skriftofustjóra hjá Verkstjórafélagi Reykjavíkur á árunum 1988-1998.

Þorgerður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og hefur lokið ýmsum námsskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands tengd störfum og áhugamálum.
Stjórn Íslensku óperunnar

Íslenska óperan er sjálfeignarstofnun og stjórn hennar fer með stjórnunarlega ábyrgð á fjárhag stofnunarinnar. Hún er skipuð fimm fulltrúum þar af tveimur skipuðum af Vinafélagi Íslensku óperunnar

Núverandi stjórn skipa: 

Pétur J. Eiríksson, formaður

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir

Vilhjálmur F. Vilhjálmsson

Una Steinsdóttir

Þorvaldur Örn Davíðsson