Kór og hljómsveit

Hljómsveit Íslensku óperunnar

Hljómsveit Íslensku óperunnar er að mestu leyti mönnuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Íslenska óperan skipuleggur starfsemi sína því í samræmi við dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar og kann Óperan forsvarsmönnum hljómsveitarinnar bestu þakkir fyrir greiðar upplýsingar og gott samráð um skipulag dagskrár.

Kór Íslensku óperunnar

Kórinn er einn af föstu stærðunum í starfsemi Íslensku óperunnar og hefur unnið marga listræna sigra bæði í leik og söng. Söngvarar kórsins  eiga langt söngnám að baki og búa yfir mikilli sviðsreynslu. Einsöngvarar úr röðum kórsins hafa tekið að sér hlutverk í uppfærslum Íslensku óperunnar auk þess sem margir söngvaranna eru virkir flytjendur í íslensku tónlistarlífi.

Valið er í kórinn af mikilli kostgæfni og fer fyrirsöngur fram á þriggja ára fresti. Þá er valinn hópur söngvara sem skiptar fastan kjarna í Kór Íslensku óperunnar sem síðan er stækkaður eftir þörfum hverrar uppfærslu.

Kórinn hefur gegnt lykilhlutverki Íslensku óperunnar frá upphafi og er ómetanlegur þáttur í starfseminni.

Eftirtaldir söngvarar eru í kjarnakór Íslensku óperunnar:

Sópran

Fjóla Nikulásdóttir
Guðrún Helga Stefánsdóttir
Hanna Björk Guðjónsdóttir 
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Proppé
Lilja Margrét Riedel
Þóra Björnsdóttir

Alt

Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Rósalind Gísladóttir
Sibylle Köll
Sigurlaug Knudsen 

Tenór

Jón Ingi Stefánsson
Níels Bjarnason 
Ólafur Rúnarsson
Pétur Björnsson 
Skarphéðinn Þór Hjartarson
Örvar Már Kristinsson

Bassi

Ásgeir Eiríksson
Magnús Guðmundsson
Hjálmar P. Pétursson 
Jon Leifsson
Sigurður Haukur Gíslason
Sæberg Sigurðsson