Gullkistan

La Boheme

La Bohème

Íslenska óperan opnar gullkistuna og sýnir upptökur af fyrri uppfærslum. Að þessu sinni er það uppfærsla Íslensku óperunnar á La Bohème eftir Puccini frá árinu2012. Í aðalhlutverkum eru Hulda Björk Garðarsdóttir sem Mimì, Gissur Páll Gissurarson sem Rodolfo, Ágúst Ólafsson sem Marcello, Hrólfur Sæmundsson sem Schaunard, Jóhann Smári Sævarsson sem Colline, Bergþór Pálsson sem Benôit og Alcindoro, og Herdís Anna Jónasdóttir sem Musetta. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Leikstjóri er Jamie Hayes, leikmynd hannaði Will Bowen, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði lýsingu og Filippía Elísdóttir hannaði búninga. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason.
Horfa núna
Pagliacci - Garðar Cortes

Pagliacci

Íslenska óperan opnar gullkistuna og sýnir upptökur af fyrri uppfærslum. Fyrsta uppfærslan sem við sýnum er óperan Pagliacci eftir Leoncavallo í uppfærslu Íslensku óperunnar í Gamla bíói árið 1990. Í aðalhlutverkum eru Garðar Cortes sem Canio, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Nedda, Keith Reed sem Tonio, Simon Keenlyside sem Silvio og Sigurður Björnsson sem Harlequin. Leikstjóri er Basil Coleman og hljómsveitarstjóri David Angus. Upptakan var gerð þann 23. febrúar 1990 í Gamla bíói.
Horfa núna