Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tilkynntar

23. febrúar 2018 | Fréttir og tilkynningar

tónlistarverðlaun

Föstudaginn 23.febrúar voru tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna kynntar og segja má að það sé mikil hamingja hjá Íslensku óperunni með tilnefningarnar í ár. Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperu Puccinis Tosca er tilnefnd sem tónlistarviðburður ársins, óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sem tónverk ársins, Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarflytjandi ársins sem hljómsveitarstjóri Toscu, Auður Gunnarsdóttir sem söngkona ársins fyrir hlutverk Elle í Mannsröddinni, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir tilnefnd sem söngkona ársins fyrir flutning á Kúnstpásu hjá  Íslensku óperunni, Ólafur Kjartan Sigurðarson er tilnefndur sem söngvari ársins fyrir hlutverk Scarpia í Toscu og síðast en ekki síst Kristján Jóhannsson sem tilnefndur er sem söngvari ársins fyrir hlutverkið Cavaradossi í Toscu. Hamingjuóskir til allra sem tilnefndir voru. Verðlaunaafhending fer fram í Hörpu þann 14.mars næstkomandi.