Söngvarar og listrænir stjórnendur Hans og Grétu hittast

Hans og Gréta fyrsta æfing

Í dag hittust einsöngvarar  barna- og fjölskyldusýningarinnar Hans og Grétu og fengu innsýn í uppfærsluna frá listræna teyminu.

Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri fór með hópinn í skógarferð og síðan hittust allir í æfingahúsnæði Íslensku óperunnar þar sem Eva Signý Berger leikmyndahönnuður sýndi og útskýrði leikmyndina og María Th. Ólafsdóttir sýndi búningateikningarnar í verkinu.  Það er óhætt að segja að óperuuppfærslan á Hans og Grétu verði með ævintýralegasta móti og mjög ánægjulegt að bjóða velkomna söngvara af yngri kynslóðinni, en flestir  söngvararnir  eru að syngja frumraun sína í einsöngshlutverki við  Íslensku óperuna.  

Við hlökkum til áframhaldandi æfinga og frumsýningar þann 25.nóvember næstkomandi. 

Brúðkaup Fígarós poster
3. júní 2020

Listakonur úr Brúðkaupi Fígarós með fjórar Grímutilnefningar

Tilnefningar til Grímunnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í dag og er sérlega ánægjulegt að fjórir listamenn úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í haust hafi fengið tilnefningu.Þær Þóra …
Brothers
2. júní 2020

Brothers á OperaVision til 12. júní 2020

Óperan Brothers er aðgengileg hjá OperaVision til 12. júní 2020.Við hvetjum alla þá sem ekki sáu uppfærsluna hér heima að nýta sér tækifærið og upplifa þessa mögnuðu óperu Daníels Bjarnasonar …