Söngvarar og listrænir stjórnendur Hans og Grétu hittast

25. október 2018 | Fréttir og tilkynningar

Hans og Gréta fyrsta æfing

Í dag hittust einsöngvarar  barna- og fjölskyldusýningarinnar Hans og Grétu og fengu innsýn í uppfærsluna frá listræna teyminu.

Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri fór með hópinn í skógarferð og síðan hittust allir í æfingahúsnæði Íslensku óperunnar þar sem Eva Signý Berger leikmyndahönnuður sýndi og útskýrði leikmyndina og María Th. Ólafsdóttir sýndi búningateikningarnar í verkinu.  Það er óhætt að segja að óperuuppfærslan á Hans og Grétu verði með ævintýralegasta móti og mjög ánægjulegt að bjóða velkomna söngvara af yngri kynslóðinni, en flestir  söngvararnir  eru að syngja frumraun sína í einsöngshlutverki við  Íslensku óperuna.  

Við hlökkum til áframhaldandi æfinga og frumsýningar þann 25.nóvember næstkomandi.