Opinn fundur um Grímuna 13. febrúar

9. febrúar 2018 | Fréttir og tilkynningar

Sviðslistasambandið

Opinn fund um GRÍMUNA fyrir aðildafélög Sviðslistasambandsins og félaga þeirra verður haldinn á bókasafni Borgarleikhússins 

þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20.00 ( 3. hæð, gengið inn starfsmannamegin)

Við hvetjum alla þá sem hafa skoðanir á Grímunni og fyrirkomulagi hátíðarinnar til að mæta og tjá hug sinn.

Við munum fara yfir meðal annars lög og reglur,  ræða netkosningu og fjölda verðlauna.

Margir hafa skoðun á Grímunni og oft hitnar í kolum í júní, bæði í aðdraganda hátíðar og svo í kjölfar hennar, en við skulum fyrst

og fremst minna okkur á að þetta er uppskeruhátíð okkar sviðslistafólks og það er okkar sjálfra að breyta og bæta þegar þess þarf og

þessi fundur er kjörið tækifæri til þess.

f.h stjórnar

Birna Hafstein forseti SSÍ