Lofsamlegir dómar um Toscu í janúarblaði Opera Now

4. janúar 2018 | Fréttir og tilkynningar

OperaNow

Í janúarblaði Opera Now birtist nýlega frábær gagnrýni Neil Jones um uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu.

Bæði tónlistarflutningurinn og uppfærslan fá 5 stjörnur frá gagnrýnanda sem fer lofsamlegum orðum umflytjendur og listræna stjórnendur sýningarinnar sem hann telur framúrskarandi vel heppnaða. Sýningin hafði áður fengið 5 stjörnur hjá íslenskum gagnrýnendum, sem fóru mjög lofsamlegum orðum um sýninguna.

„Þessi jákvæða umfjöllun er okkur mikils virði og staðfestir

að okkar óperusýningar standast alþjóðlegan samanburð þrátt fyrir fámennið.

Við leggjum mikla áherslu á listræn gæði svo þetta gefur okkur sannarlega byr í seglin“

segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperusjóri.