Kristján Jóhannsson valinn söngvari ársins á Grímuverðlaununum 2018

5. júní 2018 | Fréttir og tilkynningar

Kristján Jóhannsson

Í kvöld voru Grímuverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Söngvari ársins var Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, en hann fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Cavaradossi í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini sem sýnd var sl. haust og fékk mjög góðar viðtökur. Við óskum Kristjáni Jóhannssyni innilega til hamingju með þennan heiður sem honum var sýndur.

Hér má sjá tilnefnda söngvara á Grímunni 2018:

Kristján Jóhannsson
Tosca 
Sviðsetning – Íslenska óperan

Ólafur Kjartan Sigurðarson
Tosca
Sviðsetning – Íslenska óperan

Páll Óskar Hjálmtýsson
Rocky Horror Show
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Valgerður Guðnadóttir
Phantom of the Opera
Sviðsetning – TMB viðburðir og Greta Salóme Stefánsdóttir

Þór Breiðfjörð
Phantom of the Opera
Sviðsetning – TMB viðburðir og Greta Salóme Stefánsdóttir