Kór Íslensku óperunnar syngur jólalög frá ýmsum löndum á Þorláksmessu

4. desember 2017 | Fréttir og tilkynningar

Kór Íslensku óperunnar á æfingu
Á Þorláksmessu býður Íslenska óperan gestum á hátíðlega stund í Hörpuhorni kl.17 þar sem Kór Íslensku óperunnar flytur falleg jólalög frá ýmsum löndum undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar kórstjóra. 
Við hvetjum alla til þess að koma við og njóta fagurra tóna í Hörpu.

Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir!