
Á morgun, þriðjudaginn 26. mars kl.12.15 í Norðurljósum, flytja Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari hin undurfögru sönglög Les nuits d´eté (Sumarnætur) eftir franska tónskáldið Hector Berlioz.
Hallveig var á dögunum valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þær Hrönn hafa unnið saman á tónlistarsviðinu um árabil.
Tónleikarnir standa yfir í um 30 mínútur og eru án aðgangseyris.
Verið hjartanlega velkomin á Kúnstpásu í hádeginu á morgun!