Fyrsti uppfærslufundur Hans og Grétu í dag

30. ágúst 2018 | Fréttir og tilkynningar

Hans og Gréta

Í dag kom saman hópurinn sem stendur að uppfærslu óperunnar Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck sem frumsýnd verður þann 25.nóvember næstkomandi. Sýningin er sannkallaður fjölskylduviðburður og frábær upplifun fyrir börn og fullorðna en óperan verður flutt á íslensku.

Það var glatt á hjalla enda spennandi sköpunarferli framundan. Sýningin verður sett upp í Norðurljósum í Hörpu en það er í fyrsta skipti sem Íslenska óperan setur upp í þeim sal. Við hlökkum mikið til komandi vikna og bjóðum alla velkomna um borð og óhætt að segja að þessi sýning verði veisla fyrir augu og eyru!


Á myndinni má sjá frá vinstri, Evu Berger leikmyndahönnuð, Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuð, Jóhann Friðrik Ágústsson ljósahönnuð, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra, Börk Hrafn Birgisson sýningarstjóra, Dýra Jónsson framleiðslustjóra, Helgu Lúðvíksdóttur yfirmann búningadeildar og Þórunni Sigþórsdóttur leikstjóra sýningarinnar.