Fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni

4. janúar 2019 | Fréttir og tilkynningar

Eldborg

Íslenska óperan auglýsir fyrirsöng þriðjudaginn 22. janúar 2019 n.k. í Eldborgarsal Hörpu.

Umsækjendur þurfa að skila inn skriflegri umsókn með ferilskrá þar sem fram koma allar helstu upplýsingar um tónlistarferil viðkomandi. 

Vinsamlegast sendið umsóknina á netfangið syningarstjori@opera.is fyrir mánudaginn 

14. janúar næstkomandi. Óskað er eftir að söngvari flytji eina aríu að eigin vali og að sú aría verði tilgreind í umsókninni. 

Píanóleikari frá Íslensku óperunni verður á staðnum en ekki er boðið upp á sérstaka æfingu á undan.  

Söngvurum er frjálst að koma með píanóleikara á eigin vegum sé þess óskað. 

Öllum umsækjendum verður svarað.