Frumsýning á La traviata á morgun!

8. mars 2019 | Fréttir og tilkynningar

La traviata
Aðalæfing á La traviata var í gærkvöldi og gekk vonum framar. Í dag er hvíldardagur, en á morgun 9. mars kl.20.00 frumsýnum við hina óviðjafnanlegu óperu La traviata eftir Verdi. Uppfærslan er sannkölluð veisla fyrir augu, eyru og hjörtu. 

,,Bergjum á glösum 
fegurðar og gleði

megi hvert andartak
líða í algleymissælu.

Skálum fyrir þeim ljúfa titringi 
sem ástin veldur.

Þessi ómótstæðilegu augu
heltaka hjarta mitt.

Drekkum skál ástarinnar, því vínið vermir ástarkossa."

(Úr aríunni Libiamo...ísl. þýðing Brynja Cortes Andrésd.)