Frumsýning á ævintýraóperunni Hans og Gréta

26. nóvember 2018 | Fréttir og tilkynningar

hans og gréta

Í gær sunnudaginn 25.nóvember var frumsýning á barna- og fjölskyldusýningu Íslensku óperunnar, óperunni Hans og Grétu í Norðurljósasal Hörpu.

Listamönnum og listrænu teymi sýningarinnar var ákaft fagnað í lok sýningar og er skemmtilegt að segja frá því að aldursbil gesta var mjög breitt  - yngstu gestirnir á leikskólaaldri og sá elsti 95 ára. 

Við hlökkum til þess að sýna áfram og eru næstu sýningar 29.nóvember kl.19.00, 8. desember kl. 15.00 og 9. desember kl.15.00. 

Enn er hægt að kaupa miða á þessa hugljúfu óperu og bjóða börnunum með sér á ævintýrið!

www.opera.is